Um Raunvísindastofnun Háskólans

Raunvísindastofnun Háskólans

Raunvísindastofnun Háskólans er vettvangur grunnrannsókna á fræðasviðum sínum og starfar í alþjóðlegu vísindaumhverfi. Stofnunin er hluti af Raunvísinda- og Jarðvísindadeildum Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands.

Raunvísindastofnun skiptist í tvær faglega sjálfstæðar stofnanir, Eðlisvísindastofnun og Jarðvísindastofnun.

Hlutverk Raunvísindastofnunar Háskólans er að:

  • Afla nýrrar þekkingar með grunnrannsóknum og nytjarannsóknum í raunvísindum.
  • Hýsa öndvegissetur og sérstaka aðstöðu viðamikilla rannsókna.
  • Annast þjónusturannsóknir eftir því sem við á og veita ráðgjöf um eðlis- og efnisvísindi, náttúruvá, nýtingu auðlinda og umhverfismál.
  • Starfa með innlendum og erlendum háskólum, rannsóknarstofnunum og fyrirtækjum með gagnkvæma miðlun á þekkingu í huga og til að afla þekkingar fyrir íslenskt samfélag.
  • Veita ráðgjöf um málefni raunvísinda og miðla þekkingu með því að birta og kynna niðurstöður rannsókna á fræðasviðum sínum.
  • Veita nemendum í rannsóknarnámi við Raunvísinda- og Jarðvísindadeildir aðstöðu og aðgang að búnaði til rannsóknarstarfa samkvæmt þjónustusamningi við viðkomandi deildir.
  • Efla kennslu með því að byggja upp frjótt rannsóknarumhverfi fyrir nemendur og þjálfa þá í vísindalegri hugsun og vinnubrögðum í raunvísindum.

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is