Aðstaða og tækjabúnaður
Aðstaða og tækjabúnaður
Próteinrannsóknasetur hefur yfir að ráða víðtækum tækjabúnaði til framleiðslu, greininga og geymslu á próteinum og öðrum lífsameindum.
Aðstaða er til að tjá prótein í örveru eða heilkjörnungafrumum í miklu magni og hreinsun lífsameinda er möguleg á vökvaþrýstiskiljum (FPLC og HPLC).
Hægt er að framkvæma viðamiklar greiningar á byggingu og eiginleikum próteina og kjarnsýra þ.á.m. hreinleika, hringskautun, bindisækni, stöðugleika, ljósgleypni og flúrljómun, virknimælingar, og margt fleira.
Tæki og aðferðafræði
-
Staksameindafræði
-
X-ray kristöllun próteina
-
Kjarnasegulómun (NMR)
-
Próteinframleiðsla og fullhreinsun
-
Kulda- og hitakær ensím