Hlutverk Raunvísindastofnunar
Hlutverk Raunvísindastofnunar Háskólans er meðal annars að:
- Afla nýrrar þekkingar með grunnrannsóknum og nytjarannsóknum í raunvísindum.
- Annast þjónusturannsóknir og veita ráðgjöf um eðlis- og efnisvísindi, náttúruvá, nýtingu auðlinda og umhverfismál.
- Veita ráðgjöf um málefni raunvísinda og miðla þekkingu með því að birta og kynna niðurstöður rannsókna á fræðasviðum sínum.
- Veita nemendum í rannsóknarnámi við Raunvísinda- og Jarðvísindadeildir HÍ aðstöðu og aðgang að búnaði til rannsóknarstarfa samkvæmt þjónustusamningi við viðkomandi deildir.
- Efla kennslu með því að byggja upp frjótt rannsóknarumhverfi fyrir nemendur og þjálfa þá í vísindalegri hugsun og vinnubrögðum í raunvísindum.
Image
