Eðlisfræði þéttefnis leitast við að útskýra eiginleika fastra efna og vökva. Eðlisfræði þéttefnis er ein af stærstu undirgreinum nútímaeðlisfræði og er með sterkar tengingar við ýmiss konar iðnað.
Rannsóknarhópurinn leggur stund á fjölbreyttar rannsóknir, allt frá seglun í efni til smárása.
Aðstaða og tækjabúnaður
Tilraunaaðstaða rannsóknarhóps í eðlisfræði þéttefnis er að finna í Örtæknikjarna Háskóla Íslands. Kjarninn var stofnaður árið 2006 og hýsir tækjabúnað til þróunar á efnum og greiningu á efniseiginleikum. Aðstaðan hefur verið fjármögnuð af Innviðasjóði Rannís og Tækjakaupasjóði Háskóla Íslands.
- UHV segulspætun
- Rafeindageislauppgufun
- Háhraðabökun
- Ofnar
- Hreinherbergi
- Grímulaust ljósmynstrunartæki
- Rafeindageislamynstrun
- Hvarfaæting
- Jónageislaæting
- Röntgentæki fyrir einkristalla, duftgreiningu, röntgenspeglun, lághornsdreifingu o.s.frv., við hitastig frá 77-800 K
- Atómkraftasjá
- Rafeindasmásjá með röntgenlitrófsgreiningu
- Röntgenflúrljómun
- Titringsseglunartæki
- 5 T ofurleiðandi segull fyrir segulviðnámsmælingar og seglunarmælingar
- MOKE segulmælingakerfi
- Rafmælingar
Rannsóknarhópurinn
- Ásgeir Tryggvason, doktorsnemi
- Kristina Ignatova, nýdoktor
- Damjan Dagbjartsson, doktorsnemi
- Ólafur Siemsen Sigurðarson, doktorsnemi
- Muhammad Taha Sultan, nýdoktor
- Einar Baldur Þorsteinsson, doktorsnemi
- Arnar Már Viðarsson, nýdoktor
- Kristján Jónsson, verkfræðingur
- Jón Matthíasson, rannsóknamaður
- Bahram Mahdavipour, doktorsnemi
- Mehdi Maghsoudi Sarteshnizi, doktorsnemi
- Swetha Suresh Babu, doktorsnemi