Eðlisfræði þéttefnis
Eðlisfræði þéttefnis leitast við að útskýra eiginleika fastra efna og vökva. Eðlisfræði þéttefnis er ein af stærstu undirgreinum nútímaeðlisfræði og er með sterkar tengingar við ýmiss konar iðnað.
Rannsóknarhópurinn leggur stund á fjölbreyttar rannsóknir, allt frá seglun í efni til smárása.
Seglun
Seglandi efni eru lykilþáttur í stafrænni gagnageymslu, rafmótorum og skynjurum. Við rannsökum ný seglandi efni svo sem myndlausa málmsegla, segulfjöllög, segulmetaefni og spunatækni.
Hafðu samband: Friðrik Magnus, Unnar Arnalds, Snorri Ingvarsson
Eðlisfræði hálfleiðara
SiC og GaN eru hálfleiðarar sem gætu komið í stað kísils í aflrásum, t.d. fyrir rafbíla og fjarskiptatækni. Við rannsökum grunneiginleika SiC og GaN smárása til þess að bæta eiginleika þeirra og auka skilvirkni.
Hafðu samband: Einar Örn Sveinbjörnsson
Eðlisfræði þunnra húða
Þunnar húðir eru öflug tæki til þess að rannsaka tengsl smásærrar efnisuppbyggingar og efniseiginleika. Þær er einnig víða að finna í nútímatækni. Meðlimir rannsóknarhópsins stunda grunnrannsóknir á ræktun og uppbyggingu þunnra húða með mismunandi tegundum segulspætunar.
Hafa samband: Friðrik Magnus, Unnar Arnalds, Jón Tómas Guðmundsson, Sveinn Ólafsson
Aðstaða og tækjabúnaður
Tilraunaaðstaða rannsóknarhóps í eðlisfræði þéttefnis er að finna í Örtæknikjarna Háskóla Íslands. Kjarninn var stofnaður árið 2006 og hýsir tækjabúnað til þróunar á efnum og greiningu á efniseiginleikum. Aðstaðan hefur verið fjármögnuð af Innviðasjóði Rannís og Tækjakaupasjóði Háskóla Íslands.
- UHV segulspætun
- Rafeindageislauppgufun
- Háhraðabökun
- Ofnar
- Hreinherbergi
- Grímulaust ljósmynstrunartæki
- Rafeindageislamynstrun
- Hvarfaæting
- Jónageislaæting
- Röntgentæki fyrir einkristalla, duftgreiningu, röntgenspeglun, lághornsdreifingu o.s.frv., við hitastig frá 77-800 K
- Atómkraftasjá
- Rafeindasmásjá með röntgenlitrófsgreiningu
- Röntgenflúrljómun
- Titringsseglunartæki
- 5 T ofurleiðandi segull fyrir segulviðnámsmælingar og seglunarmælingar
- MOKE segulmælingakerfi
- Rafmælingar
Rannsóknarhópurinn
Einar Örn Sveinbjörnsson |
|
5255153 | einars [hjá] hi.is | eðlisfræði hálfleiðara og hálfleiðaraíhluta;;veilur í hálfleiðurum ;;framleiðslutækni hálfleiðaraíhluta og örrása;;rafeiginleikar grafíns | https://iris.rais.is/is/persons/6610daf0-db83-4493-97c6-2d84b6d6aedb | Raunvísindadeild | ||
Friðrik Magnus |
|
5254778 | fridrikm [hjá] hi.is | seglun;;þunnar húðir;;örtækni;;efnisgreining | https://iris.rais.is/is/persons/8a4993b8-08f7-4e92-99c1-6b3de46bfb39 | Eðlisvísindastofnun, Eðlisfræðistofa | ||
Jón Tómas Guðmundsson |
|
5254946 | tumi [hjá] hi.is | eðlisfræði rafgasa;;afhleðslur;;segulspætur;;þunnar húðir;;rafeiginleikar þettefnis;;rýmdarafhleðslur;;hipims;;particle-in-cell;;eðlisfræði hálfleiðara og hálfleiðaraíhluta | https://iris.rais.is/is/persons/a54f53a7-a0ed-4561-99b5-3a5c7571345e | Raunvísindadeild | ||
Snorri Þorgeir Ingvarsson |
|
5254791 | sthi [hjá] hi.is | hagnýting seglunar;;eðlisfræði;;eðlisfræði þéttefnis;;spunarafeindatækni;;rafeindaspunaflutningur;;nanóstrúktúrar og íhlutir bygðir á þeim s.s. minni og skynjarar;;seguleiginleikar efna | https://iris.rais.is/is/persons/13eddaa3-ad2b-43c6-bd25-3df150ed3753 | Raunvísindadeild | ||
Sveinn Ólafsson |
|
5254693 | sveinol [hjá] hi.is | röntgengreining;;tilraunaeðlisfræði:;;þéttefniseðlisfræði og kjarneðlifræði hennar;;ræktun og greining þunnra húða;;eðlisfræði vetnis í málmum;;geymsla vetnis;;sjálfbær nýting orku;;ræktun hálfleiðara;;örtækni;;yfirborðseðlisfræði xps;;synchrotron geislun;;rafeindaverkfræði;;hönnun smíði og forritun mælitækja;;nanótækni ræktun nanórása með stm;;kjarneðlisfræði | https://iris.rais.is/is/persons/ff301973-b677-4a3f-86a6-d51de4bed67d | Eðlisvísindastofnun, Eðlisfræðistofa | ||
Unnar Bjarni Arnalds |
|
5254692 | uarnalds [hjá] hi.is | marglaga og nanómynstra;;seguleiginleikar þunnra húða;;nanómynstruð gervispunakerfi;;ræktun og greining á þunnum húðum;;yfirborðsrannsóknir með atómkraftasjám og smugsjám | Yes | https://iris.rais.is/is/persons/067073be-c612-4da9-8704-3f0400ac7695 | Raunvísindadeild |
- Ásgeir Tryggvason, doktorsnemi
- Kristina Ignatova, nýdoktor
- Damjan Dagbjartsson, doktorsnemi
- Ólafur Siemsen Sigurðarson, doktorsnemi
- Muhammad Taha Sultan, nýdoktor
- Einar Baldur Þorsteinsson, doktorsnemi
- Arnar Már Viðarsson, nýdoktor
- Kristján Jónsson, verkfræðingur
- Jón Matthíasson, rannsóknamaður
- Bahram Mahdavipour, doktorsnemi
- Mehdi Maghsoudi Sarteshnizi, doktorsnemi
- Swetha Suresh Babu, doktorsnemi