Efnafræðistofa

Efnafræðistofa Raunvísindastofnunar hýsir rannsóknir og verkefnatengt framhaldsnám á vegum Háskóla Íslands á sviðum efnafræði.

Á Efnafræðistofu eru stundaðar fjölþættar grunnrannsóknir í kennilegri efnafræði, eðlisefnafræði, ólífrænni efnafræði, málmlífrænni efnafræði og lífrænni efnafræði. Viðfangsefnin eru af margvíslegum toga og meðal þess sem fengist er við á stofunni eru tölvureikningar til að spá fyrir um eiginleika efna, litrófsmælingar með leisitækni,nýsmíði ólífrænna og lífrænna efna, og einkenning efna með kjarnarófsmælingum. Áhersla er lögð á grunnrannsóknir og fjölþjóða rannsóknarsamvinnu.

Innan Efnafræðistofu er rekið Efnagreiningarsetur HÍ. Því er ætlað að sinna efnagreiningarþjónustu fyrir vísindamenn við HÍ og tengdar stofnanir ásamt því að vera vettvangur framhaldsnáms í efnagreiningum.

Lífefnafræðideild er sjálfstæð rannsóknareining innan Efnafræðistofu. Verkefni innan deildarinnar eru á eftirtöldum sviðum: Rannsóknir á hreinvinnslu, eiginleikum og hagnýtingu próteina, einkum ensíma, rannsóknir á sameindafræðilegum forsendum kuldaaðlögunar próteina, rannsóknir í erfðatækni og hagnýtingu hennar til ensímframleiðslu fyrir ýmsan iðnað, rannsóknir á efnaskiptum í tengslum við sjúkdóma, og rannsóknir á lyfjaefnum úr íslenskum jurtum.

Stofustjóri Efnafræðistofu er Sigríður Jónsdóttir, fræðimaður

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is