Header Paragraph

Auglýsing: Nýdoktor í stærðfræði

Image

Laust er til umsóknar fullt starf nýdoktors við Stærðfræðistofu Raunvísindastofnunar Háskóla Íslands. Stærðfræðistofa Raunvísindastofnunnar er rannsóknavettvangur stærðfræðinga við Háskóla Íslands og eru þar stundaðar rannsóknir á ýmsum sviðum hreinnar og hagnýttrar stærðfræði, stærðfræðilegri eðlisfræði og tölfræði. Starfsfólk Stærðfræðistofu annast einnig kennslu í grunn- og framhaldsnámi jafnframt því að leiðbeina nemendum í rannsóknatengdu námi.

Starfssvið

Nýdoktornum er ætlað að stunda rannsóknir á sviði stærðfræði.

Hæfniskröfur

  • Umsækjandi skal hafa lokið doktorsprófi í stærðfræði eða skyldum greinum þegar hann hefur störf.
  • Góð enskukunnátta bæði í töluðu og rituðu máli.
  • Góð samstarfs- og samskiptahæfni og sjálfstæð vinnubrögð.

Æskilegt er að ekki hafi liðið lengri tími en fimm ár frá því umsækjandi lauk doktorsprófi þegar tekið er við starfinu. Tekið verður tillit til hversu vel rannsóknir umsækjenda falla að áherslum stofunnar í rannsóknum í stærðfræði (sjá math.hi.is).

Umsóknarferli

Vinsamlega skilið eftirfarandi gögnum með umsókninni:

  • Ferilskrá.
  • Ritaskrá.
  • Afrit af prófskírteinum.
  • Greinargerð (2-3 bls) um rannsóknaráform, ef til ráðningar kemur.
  • Allt að fimm helstu ritverk viðkomandi sem pdf skjöl (eða vísa til þess hvar þau eru aðgengileg á rafrænu formi).
  • Upplýsingar um þrjá umsagnaraðila sem má hafa samband við.

Ráðið verður til tveggja ára frá og með 1. júní 2025, eða samkvæmt samkomulagi, með mögulegri framlengingu um eitt ár.  

Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir verða geymdar í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests.
 

Við ráðningu í störf í Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans, sjá hér: http://www.hi.is/haskolinn/jafnrettisaaetlun#markmid2.
Vakin er athygli á málstefnu Háskóla Íslands, sjá hér: https://www.hi.is/haskolinn/malstefna_haskola_islands.

Háskóli Íslands er gróskumikið þekkingarsamfélag og er fjölbreyttur og lifandi vinnustaður. Akademískt frelsi, fagmennska og jafnrétti eru gildi skólans og er mikið lagt upp úr sveigjanleika og þátttöku starfsmanna í uppbygginu náms og rannsókna við skólann.
Á Verkfræði- og náttúruvísindasviði starfa um 400 manns við rannsóknir og kennslu á sviði verkfræði og náttúruvísinda. Á sviðinu eru um 2000 nemendur en við Raunvísindadeild stunda um 400 stúdentar nám í efnafræði, eðlisfræði og stærðfræði. Þar af eru framhaldsnemar í meistara- og doktorsnámi um 60 talsins. Akademískir starfsmenn í raunvísindum eru um 40, kennarar og sérfræðingar við Eðlisvísindastofnun (EH). Stofnunin er rannsóknarvettvangur kennara, sérfræðinga og framhaldsnema sem stunda grunnrannsóknir í raunvísindum. EH hefur sterk alþjóðleg tengsl og mörg rannsóknarverkefni eru unnin í víðtæku samstarfi vísindamanna hérlendis og erlendis.

Umsóknarfrestur

Umsóknarfrestur er til og með 31.01.2025

Nánari upplýsingar veitir

Benedikt Steinar Magnússon

bsm@hi.is

Sækja um