Eðlisfræðistofa Raunvísindastofnunar hýsir rannsóknir og verkefnatengt framhaldsnám á vegum Háskóla Íslands á sviðum eðlisfræði. Á stofunni eru stundaðar rannsóknir í eðlisfræði þéttefnis og örtækni sem og stjarneðlisfræði. Áhersla er lögð á grunnrannsóknir og fjölþjóða rannsóknarsamvinnu.
Háloftadeild er sjálfstæð rannsóknareining innan eðlisfræðistofu. Háloftadeild rekur segumælingastöðina í Leirvogi, japanskar stöðvar til norðurljósarannsókna og evrópskar ratsjárstöðvar til rannsókna á rafhvolfi jarðar.
Stofustjóri Eðlisfræðistofu er: Snorri Þorgeir Ingvarsson, prófessor