Raunvísindastofnun Háskólans með 11 úthlutanir úr Rannsóknasjóði 2022

Árlegri úthlutun úr Rannsóknasjóði Íslands er nú lokið og hlutu 11 verkefni frá Raunvísindastofnun Háskólans styrk. Um er að ræða tvo öndvegisstyrki, sex verkefnastyrki, tvo nýdoktorsstyrki og einn doktorsnemastyrk. Þessi góði árangur ber vitni um hið öfluga starf sem er unnið hjá Raunvísindastofnun Háskólans enda er vísindafólk stofnunarinnar í fremstu röð á sínum fræðasviðum. Raunvísindastofnun óskar öllum styrkþegum innilega til hamingju með úthlutunina.

Eftirfarandi styrkir fara til Raunvísindastofnunar 2022:

Verkefni

Verkefnastjórn

Kvikuhreyfingar á Reykjanesskaga - Samþætt jarðefnafræði- og jarðeðlisfræðirannsókn á eldgosinu við Fagradalsfjall árið 2021

 

Eniko Bali, Halldór Geirsson, Sæmundur Ari Halldórsson

Skammtasvið og skammtarúm

Lárus Thorlacius, Valentina Giangreco M. Puletti, Friðrik Freyr Gautason, Zhao-He Watse Sybesma

Segulsviðsstyrkur jarðarinnar við ~ 13 Ma viðsnúningsatburð frá íslensku hrauninu
 

Elisa Johanna Piispa

Sértæk valkvæð efnasmíði á handhverfuhreint málm lífrænum efnasamböndum í súpra mólikúlum gelum
 

Krishna Kumar Damodaran

Línuleg bestun í stað línulegra fylkjaójafna við stöðugleikarannsóknir á skiptikerfum
 

Sigurður Freyr Hafstein

Seglun undir áhrifum bjögunar
 

Snorri Þorgeir Ingvarsson

Áhrif mannvistar á íslensk stöðuvötn
 

Steffen Mischke

Rishraði kviku, þróun grunnstæðra gosferla og sprengivirkni í basaltgosum
 

Þorvaldur Þórðarson

Líkön af færslu og kristalkornamyndun í jónalausnum með klippikrafti
 

Amrita Goswami

Frá umbrotum til eldgosa: Heildstætt mat á aflfræði kvikukerfa með samtengingu bergfræði og jarðeðlisfræði
 

Shane Mark Rooyakkers

Landmótun og innri bygging jökulrænna landforma á Norðausturlandi: Ummerki eftir forna ísstrauma
 

Nína Aradóttir

 

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is