Getur klór í sundlaugum drepið COVID-veiruna og þá hvernig?

Ein spurning sem brennur á vörum landsmanna um þessar mundir er: Getur klór í sundlaugum drepið COVID-veiruna og þá hvernig?

Ágúst Kvaran, prófessor í eðlisefnafræði við Raunvísindadeild HÍ, svarar þeirri spurningu í bæði stuttu og löngu máli á Vísindavefnum.

Að hans sögn er stutta svarið það, að klór-sótthreinsivökvi, sem notaður er í sundlaugum og víðar, innihaldi veika sýru sem nefnist hypýklórsýra. Hún getur smogið inn fyrir frumuhimnur örvera og fituhimnur hjúpaðra veira og valdið þar skaða á viðkomandi örverum og veirum með ýmsum efnabreytingum. Í því felst eyðingarmáttur klór-sótthreinsunar gagnvart örverum og veirum.

Lengra svarið er öllu lengra og flóknara og geta áhugasamir kynnt sér það á Vísindavefnum.

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is