Lífefnafræðistofa var formlega sett á stofn í ársbyrjun 2000. Hún hafði áður verið önnur tveggja deilda efnafræðistofu og varð til við samruna efnafræðistofu og Lífefnafræðistofu HÍ sem starfaði við læknadeild til ársins 1995. Árið 2008 var lífefnafræðistofa aftur færð inná efnafræðistofu og breyttist heiti hennar þá í lífefnafræðideild (Department of Biochemistry).
Þau rannsóknaverkefni sem unnið er að á deildinni eru á eftirtöldum sviðum: Rannsóknir á hreinvinnslu, eiginleikum og hagnýtingu próteina, einkum ensíma, rannsóknir á sameindafræðilegum forsendum kuldaaðlögunar próteina, rannsóknir í erfðatækni og hagnýtingu hennar til ensímframleiðslu fyrir ýmsan iðnað, rannsóknir á efnaskiptum í tengslum við sjúkdóma, og rannsóknir á lyfjaefnum úr íslenskum jurtum.