PIONEER - Rannsókn sem getur fært með sér mikil tækifæri við greiningu sjúkdóma, til lyfjaþróunar og persónubundinna læknismeðferða

Vísindahópur undir forystu Péturs Orra Heiðarssonar, dósents í lífefnafræði við Raunvísindadeild HÍ fékk í haust einn hæsta styrk sem Evrópska rannsóknaráðið veitir.
Rannsóknin ber heitið PIONEER og miðar að því að að öðlast betri skilning á þeim þáttum sem ráða því hvernig hægt er að breyta einni tegund frumu í aðra. Rannsóknin getur fært með sér gríðarmikil tækifæri við greiningu sjúkdóma, til lyfjaþróunar og persónubundinna læknismeðferða. Pétur Orri var í viðtali í Samfélaginu á Rás 1 í dag.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is