Doktorsvörn í eðlisfræði - Andrea Proto

Streymi: https://livestream.com/hi/doktorsvornandreaproto

Andrea Proto ver doktorsritgerð sína Aflflutningur til rafeinda í rafneikvæðum rýmdarafhleðslum (Electron power absorption in electronegative capacitively coupled discharges), í Öskju, stofu 132, miðvikudaginn 16.júní. Vörnin hefst kl. 13:00.

Andmælendur verða:
Dr. Aranka Derzsi, sérfræðingur við Institute for Solid State Physics and Optics, Wigner Research Centre for Physics í Búdapest, Ungverjalandi
Dr. Pascal Chabert, prófessor við Laboratoire de Physique des Plasmas Ecole Polytechnique í Palaiseau, Frakkalandi

Leiðbeinandi: Dr. Jón Tómas Guðmundsson, prófessor við Raunvísindadeild Háskóla Íslands

Einnig í doktorsnefnd:
Dr. Viðar Guðmundsson, prófessor við Raunvísindadeild Háskóla Íslands
Dr. Ágúst Valfells, prófessor og forseti Tækni- og verkfræðideildar Háskólans í Reykjavík

Doktorsvörn stýrir: Dr. Einar Örn Sveinbjörnsson, prófessor og deildarforseti Raunvísindadeildar Háskóla Íslands

Ágrip

Hér eru áhrif rafneikvæðni og aflísogs rafeinda í rafneikvæðum rýmdarafhleðslum í súrefni og klór könnuð. Grunnferlin að baki hitun rafeinda og aflísogs rafeinda hafa verið til skoðunar í áratugi en þrátt fyrir það er ekki fyrir hendi sjálfsamkvæm og almenn stærðfræðileg lýsing á hinum ýmsu ferlum sem eiga í hlut. Þetta á sér í lagi við í tilfelli rafneikvæðra rýmdarafhleðsla. Þetta er vegna þess hve flókin þessi kerfi eru og vegna hegðunar rafgassins innan slíðursvæðanna. Í fyrri hlutanum eru áhrif þess á ratneikvæðni og aflísog rafeinda, að kæfistuðull hálfstöðugu sameindarinnar O2 (a1 ∆g ) á rafskautunum sé látinn breytast, ásamt með framlagi rafeindaútgeislunar vegna árekstra jóna við skautin og endurkasts rafeinda frá skautum, í rýmdarafhleðslu í súrefni, könnuð. Í síðari hlutanum er myndun rafsviðs, sem og aflísog, í rýmdarafhleðsluí súrefni, á þrýstingsbilinu 1.3 - 13 Pa, og í rýmdarafhleðslu í klór, á þrýstingsbilinu 1 - 50 P, skoðuð með því að bera saman ýmsar stærðir, sem ákvarðaðar eru með hermun, við þætti Boltzmann jöfnunnar, sem eru reiknaðir með því að nota niðurstöður hermunar, til að meta hvaða ferli leggja til aflísogs rafeinda. Í súrefnisrafhleðslu ræðst hitun rafeindanna af gasþrýstingi. Aflísog rafeinda kemur til vegna þrýstingsþátta sem og Ohmskrar hitunar. Við lágan gasþrýsting (1.3 Pa) er það liðurinn sem stafar af stigli rafeindahitastigsins sem leggur mest til hitunar rafeindanna og ambipolar-liðurinn leggur til kælingar rafeindanna, en hið gagnstæða er tilfellið við 13 Pa. Í klórafhleðslu er rafneikvæðnin há og fyrir gasþrýsting > 10 Pa er Ohmsk hitun ráðandi. Við lægri gasþrýsting er eitthvert framlag einning frá stigli rafeindahitastigsins.

Um doktorsefnið

Andrea Proto er fæddur 1984. Hann lauk meistaraprófi í kennilegri eðlisfræði frá Háskólanum í Pisa á Ítalíu 2017 og bakkalár-prófi í eðlisfræði frá sama háskóla 2012. Hann hóf doktorsnám við Háskóla Íslands árið 2018.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is