Vísindamaður hjá Raunvísindastofnun Háskólans í sænska sjónvarpinu

Ingi Þorleifur Bjarnason, vísindamaður hjá Raunvísindastofnun, var nýlega í viðtali hjá sænsku sjónvarpsstöðinni TV4 en fréttamaðurinn Lennart Hultman-Boye hafði samband við Inga og óskaði eftir aðstoð við gerð fréttar um jarðhræringarnar á Reykjanesi.

Innslagið má sjá hér.

Innslagið birtist í fréttatíma stöðvarinnar fimmtudaginn 20. febrúar. „Við mæltum okkur mót í Grindavík, miðvikudaginn 12. febrúar, og keyrði ég hann og tökumann upp á fjallið Þorbjörn sem er nokkurn veginn í miðju rissvæðisins þar sem Almannavarnir lýstu yfir óvissustigi.“

Viðtalið við Inga fór fram á leiðinni upp Þorbjörn og uppi á fjallinu sjálfu. „Þar var kalt, en ekki óveður eins og hafði verið bæði á dögum fyrir og eftir þennan dag. Aðalleikarinn í þessari frétt er greinilega blái Toyota Hilux pallbíllinn minn sem fær mikið pláss. Þess má einnig geta að tökumaðurinn er íslenskur og heitir Kristján Sigurjónsson en hann hefur búið í Svíþjóð í 35 ár.“

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is