Vísindamenn endurskapa sögu stjörnumyndunar í alheiminum

Hefurðu einhvern tíma horft upp í stjörnubjartan himingeiminn og velt fyrir því þér hversu mikið ljós býr í stjörnum alheimsins? Það hefur stór alþjóðlegur hópur vísindamanna gert og honum hefur tekist að mæla alla samanlagða stjörnubirtu alheimsins og endurskapað gang stjörnumyndunar yfir tímabil sem nær yfir 90% af sögu alheimsins. Grein um niðurstöður hópsins birtist í nýjasta hefti hins virta vísindatímarits Science, en meðal helstu forsprakka rannsóknarinnar er Kári Helgason, stjarneðlisfræðingur við Raunvísindastofnun Háskólans.

Kári mun kynna rannsóknina og niðurstöður hennar í fyrirlestrasal Veraldar – húss Vigdísar þriðjudaginn 4. desember kl. 12.20-13. Allir velkomnir.
Viðburður á facebook

 

Greinin á heimasíðu Science

Nánari umfjöllun má sjá á heimasíðu Háskóla Íslands

Umfjöllun á Vísir.is

Myndin sýnir himininn í gammageislum eins og hann blasir við Fermi sjónauka NASA. Rauðleita strikið fyrir miðju sýnir skífu Vetrarbrautarinnar okkar. Staðsetning risasvartholanna sem notuð voru í rannsókninni eru merkt með grænum punktum. MYND/NASA/DOE/Fermi LAT Collaboration

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is