Skógarferð starfsmanna Raunvísindastofnunar í tilefni aldarafmælis Þorbjörns Sigurgeirssonar 19. júní 2017

Í tilefni aldarafmælis Þorbjörns Sigurgeirssonar, eðlisfræðings 19. júní 2017, fóru nokkrir starfsmenn Raunvísindastofnunar ásamt Sigurgeir syni hans og Kristbjörgu Ágústsdóttur í skógræktarreit Þorbjörns og félaga við Krísuvíkurveg.  Skógræktarreitur Þorbjörns liggur í Selhrauni (Laufhöfðahrauni) sem er eldra en 2400 ára. Sá reitur er aðlægur reit starfsmannafélags Raunvísindastofnunar í Hrútagjárdyngjuhrauni. Athygli vakti hversu vel birkið hefur breitt úr sér og hækkað undanfarinn áratug. 

Þorbjörn var frumkvöðull á mörgum sviðum raunvísinda og mjög mikilvirkur í málefnum Raunvísindastofnunar sem og Háskóla Íslands.

Nánari upplýsingar um Þorbjörn má finna á vef Raunvísindastofnunar og Vísindavef Háskólans
https://notendur.hi.is/leo/vef_rit_raunvis_hi.html
https://www.visindavefur.is/svar.php?id=59464

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is