Ný grein um skjálftagögn frá Kröfluumbrotunum á áttunda áratugnum birt í Geophysical Research Letters

Komin er út grein í Geophysical Research Letters sem fjallar um skjálftagögn frá Kröfluumbrotunum á áttunda áratugnum. Sýnt er fram á að skjálftavirkni innan Kröfluöskjunnar fylgi svokölluðum Kaiser-hrifum. Flest dæmi um Kaiser-hrif til þessa eru úr tilraunum með bergsýni við vinnustofuaðstæður. Einungis fá tilfelli eru þekkt í náttúrunni.  Hrifin koma fram í því að berg sem verður fyrir álagi byrjar að bresta þegar spenna í því vex. Skjálfavirkni vex meðan spennan vex, en hættir skyndilega um leið og spennan minnkar. Ef spennan vex aftur koma ekki fram skjálftar fyrr en fyrra spennuhámarki er náð, en þá vex skjálftavirknin skyndilega upp í fyrra gildi. Þessi atburðarás endurtók sig nokkrum sinnum í sambandi við ris og sig í Kröfluöskjunni 1976-1977.  Greinin er mikilsvert framlag til þess að brúa bilið milli tilrauna í aflfræði bergs og raunverulegra ferla í jarðskorpunni. Þar á milli eru annars um 5 stærðarþrep, þ.e. frá sentimetrum í kílómetra. Höfundar greinarinnar eru Elías Rafn Heimisson, Páll Einarsson, Freysteinn Sigmundsson og Bryndís Brandsdóttir.

Heimisson, E.R., P. Einarsson, F. Sigmundsson, B. Brandsdóttir. 2015. Kilometer- scale Kaiser effect identified in Krafla volcano, Iceland. Geophys. Res Lett. 42, doi:10.1002/2015GL065680.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is